Páfinn er látinn 2. apríl 2005 00:01 Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa.
Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira