Stefnir borginni vegna málverka 17. apríl 2005 00:01 Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. Ingimundur, sonarsonur listmálarans, hefur um árabil barist fyrir viðurkenningu á því að fjölskyldan eigi verk Kjarvals og hóf hann baráttuna eftir lát föður síns. Hann heldur því fram að afi sinn hafi aldrei gefið verkin heldur hafi í mesta lagi átt að setja þau í geymslu. Hann segir að Reykjavíkurborg haldi því fram að samkvæmt munnlegu samkomulagi Kjarvals og þáverandi borgarstjóra í nóvember 1968 hafi Kjarval gefið borginni verk sín, en tveimur mánuðum síðar var Kjarval lagður inn á geðgeild. Hann segir enn fremur að ekki séu til neinar heimildir frá 1968 um að afi sinn hafi gefið verkin eða að hann hafi viljað gefa þau. Að sögn Ingimundar og lögmanns hans eru einu gögnin í málinu þau að árið 1982 hafi Baldur Guðlaugsson lögmaður gert greinargerð fyrir borgarstjóra og fleiri og ljóst sé að á þeim tíma hafi menn litið á að málið væri klandur. Um er að ræða á sjötta þúsund verk. Í fyrra heimilaði sýslumaður að eignaskipti í dánarbúi Kjarvals yrðu tekin upp á ný. Kristinn Bjarnason hæstaréttarlögmaður segir að eftir það hafi borginni verið sent bréf þar sem krafist hafi verið afhendingar á mununum en því hafi verið synjað. Málareksturinn hafi verið undirbúinn og nú sé svo komið að á þriðjudaginn sé stefnt að því þingfesta mál á hendur borginni þar sem krafist verði viðurkenningar og afhendingar á verkunum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. Ingimundur, sonarsonur listmálarans, hefur um árabil barist fyrir viðurkenningu á því að fjölskyldan eigi verk Kjarvals og hóf hann baráttuna eftir lát föður síns. Hann heldur því fram að afi sinn hafi aldrei gefið verkin heldur hafi í mesta lagi átt að setja þau í geymslu. Hann segir að Reykjavíkurborg haldi því fram að samkvæmt munnlegu samkomulagi Kjarvals og þáverandi borgarstjóra í nóvember 1968 hafi Kjarval gefið borginni verk sín, en tveimur mánuðum síðar var Kjarval lagður inn á geðgeild. Hann segir enn fremur að ekki séu til neinar heimildir frá 1968 um að afi sinn hafi gefið verkin eða að hann hafi viljað gefa þau. Að sögn Ingimundar og lögmanns hans eru einu gögnin í málinu þau að árið 1982 hafi Baldur Guðlaugsson lögmaður gert greinargerð fyrir borgarstjóra og fleiri og ljóst sé að á þeim tíma hafi menn litið á að málið væri klandur. Um er að ræða á sjötta þúsund verk. Í fyrra heimilaði sýslumaður að eignaskipti í dánarbúi Kjarvals yrðu tekin upp á ný. Kristinn Bjarnason hæstaréttarlögmaður segir að eftir það hafi borginni verið sent bréf þar sem krafist hafi verið afhendingar á mununum en því hafi verið synjað. Málareksturinn hafi verið undirbúinn og nú sé svo komið að á þriðjudaginn sé stefnt að því þingfesta mál á hendur borginni þar sem krafist verði viðurkenningar og afhendingar á verkunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira