10. bekkingar með í formannskjöri 25. apríl 2005 00:01 Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira