Mjótt á mununum í formannskjöri 8. maí 2005 00:01 Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira