Frumvarpi um RÚV frestað 9. maí 2005 00:01 Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira