Úrsögn vegna ósættis 11. maí 2005 00:01 Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira