Stuðningur mestur á landsbyggðinni 11. maí 2005 00:01 Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira