Fjárfestar vilja almenning með 17. maí 2005 00:01 Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira