Neitað um ættleiðingu vegna offitu 19. maí 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira