Átök í vændum um Íslandsbanka 1. júní 2005 00:01 Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira