Lögregla greip inn málið of seint 1. júní 2005 00:01 Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira