Bankamenn óttast um störf sín 13. október 2005 19:18 Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira