Sameining ólíkleg í ljósi laganna 9. júní 2005 00:01 Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira