Átökin halda áfram 11. júní 2005 00:01 Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira