Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga 24. júní 2005 00:01 Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga. Ekki er langt síðan Kaupþing banki sýndi áhuga á að kaupa stofnféð í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en komið var í veg fyrir kaupin með lagasetningu. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, segir bankann ekki tengjast á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar en samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hafa 30 af 47 stofnfjáreigendum sparisjóðsins þegar selt hluti sína í sjóðnum fyrir mörg hundruðfalt nafnvirði eftir að nýr meirihluti komst til valda í stjórn sjóðsins nýverið. Hinir nýju stjórnendur vilja ekkert tjá sig um málið. Guðmundur Árni Stefánsson líkir málinu við rán um hábjartan dag og tekur Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, í sama streng. En er í raun verið að stela frá einhverjum og hlýtur einhver skaða af? Helgi segist telja að ekki sé verið að stela frá neinum en þetta sé siðlaust. Þarna séu 47 aðilar nefndir og af hverju eigi þeir að fá peninga, af hverju ekki alveg eins allir hinir sem ekki hafi fengið bréf? Þá eigi kúnnarnir þátt í því að bankinn sé til. Sérfræðingar, sem fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við, segja að án efa hafi hinir nýju stjórnendur sjóðsins áhuga á að gera bankann að söluvöru til stórra banka eða sjóða. Þeir segja að bönkum verði án efa leyfilegt í framtíðinni að eiga sparisjóði og fara þeir eflaust á hlutabréfamarkað áður en langt um líður. Þó hefur því verið fleygt að bankarnir vilji kannski styrkja einstaklingsþjónustuþátt sinn en þar hafa sparisjóðirnir sterkari stöðu og finnst mörgum sem persónulegheit bankanna séu löngu horfin. Margir segja hins vegar þær forsendur, sem voru fyrir sparisjóðum á sínum tíma, ekki lengur vera fyrir hendi. Þeir séu í raun úreltir og því sé eðlilegt að starfsemi þeirra breytist í takt við nýja tíma.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira