Fjármálaeftirlitið hótar húsleit 26. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit. Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit.
Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira