Engin stórviðskipti í hálft ár 10. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira