Fjárfestar draga sig í hlé 13. júlí 2005 00:01 Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið. Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira