Kári opnaði Nasdaq 13. október 2005 19:33 DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira