Valsstúlkur vekja athygli ytra 16. september 2005 00:01 Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt. Íslenski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira
Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt.
Íslenski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira