Útflutningsgreinar í uppnámi 30. september 2005 00:01 Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra." Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra."
Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira