Hannes í stað Ragnhildar 23. október 2005 17:50 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira