Ósammála um hækkunarþörf 29. mars 2006 00:01 Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu. Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent