Launaskrið dregur úr sveigjanleika fyrirtækja Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2006 06:00 Ingvar Arnarson Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira