Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist 13. júlí 2006 07:30 Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil áhrif á starfsnám. MYND/úr safni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum. Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum.
Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira