Stýrihópur leggur til stofnun heildsölubanka 27. september 2006 00:01 Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn. Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn.
Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent