Barbapabbavakning á Íslandi 1. nóvember 2006 01:00 Barbapabbi, Barbamamma og barbabörnin 7000 eintök af bók um fjölskylduna hafa verið prentuð, auk þess sem mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum er að finna í verslun á Laugaveginum. Nýverið var endurútgefin fyrsta Barbapabbabókin í næstum því tvo áratugi og hefur hún slegið í gegn. „Við vorum búin að reyna að fá útgáfuréttinn frá því JPV-forlagið hóf starfsemi, en lítið gekk,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri. „Loks náðum við sambandi við annan höfundinn Talus Taylor í vor en hann var bara með skæting við okkur. Er greinilega mikill sérvitringur. Við gáfumst ekki upp og fengum á endanum grænt ljós. Það sem réði úrslitum er að hann mundi eftir velgengni Barbapabba á Íslandi og kveikti á perunni þegar hann komst að því að Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni er pabbi Jóhanns og afi minn. Hann setti þó tvö skilyrði, að bækurnar yrðu ódýrari en sambærilegar barnabækur og að fyrsta prentunin yrði stór. Vanalega hefðum við prentað 1500 eintök en nú urðum við að prenta 7000 eintök. Við tókum sénsinn og sjáum ekki eftir því.“ Egill segir að áfram verði haldið og að allar bækurnar komi út á íslensku á endanum. Talus Taylor er Bandaríkjamaður sem kynntist Frakkanum Annette Tison í París á 8. áratugnum. Þau giftu sig og sköpuðu saman Barbapabba-fjölskylduna. Fyrirbærið sló í gegn í Frakklandi og á Norðurlöndunum og virðist enn njóta hylli hér sé miðað við viðtökur bókarinnar. Verslunin Liggalá (áður Sipa) á Laugavegi hefur boðið upp á alls konar Barbapabbadót í tvö ár, „mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum,“ er þar fullyrt, og að sögn hefur það selst svo vel að hægt er að tala um „Barbapabbavakningu“. Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nýverið var endurútgefin fyrsta Barbapabbabókin í næstum því tvo áratugi og hefur hún slegið í gegn. „Við vorum búin að reyna að fá útgáfuréttinn frá því JPV-forlagið hóf starfsemi, en lítið gekk,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri. „Loks náðum við sambandi við annan höfundinn Talus Taylor í vor en hann var bara með skæting við okkur. Er greinilega mikill sérvitringur. Við gáfumst ekki upp og fengum á endanum grænt ljós. Það sem réði úrslitum er að hann mundi eftir velgengni Barbapabba á Íslandi og kveikti á perunni þegar hann komst að því að Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni er pabbi Jóhanns og afi minn. Hann setti þó tvö skilyrði, að bækurnar yrðu ódýrari en sambærilegar barnabækur og að fyrsta prentunin yrði stór. Vanalega hefðum við prentað 1500 eintök en nú urðum við að prenta 7000 eintök. Við tókum sénsinn og sjáum ekki eftir því.“ Egill segir að áfram verði haldið og að allar bækurnar komi út á íslensku á endanum. Talus Taylor er Bandaríkjamaður sem kynntist Frakkanum Annette Tison í París á 8. áratugnum. Þau giftu sig og sköpuðu saman Barbapabba-fjölskylduna. Fyrirbærið sló í gegn í Frakklandi og á Norðurlöndunum og virðist enn njóta hylli hér sé miðað við viðtökur bókarinnar. Verslunin Liggalá (áður Sipa) á Laugavegi hefur boðið upp á alls konar Barbapabbadót í tvö ár, „mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum,“ er þar fullyrt, og að sögn hefur það selst svo vel að hægt er að tala um „Barbapabbavakningu“.
Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira