Stærsti jarðskjálfti síðustu fimmtán ár 2. nóvember 2006 07:00 Upptök og virkni Jarðskjálftans Skjálftinn átti upptök sín um tíu kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda og fundu íbúar víða á Norðurlandi fyrir honum. Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni. Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni.
Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira