Stærsti jarðskjálfti síðustu fimmtán ár 2. nóvember 2006 07:00 Upptök og virkni Jarðskjálftans Skjálftinn átti upptök sín um tíu kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda og fundu íbúar víða á Norðurlandi fyrir honum. Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni. Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni.
Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira