Stærsti jarðskjálfti síðustu fimmtán ár 2. nóvember 2006 07:00 Upptök og virkni Jarðskjálftans Skjálftinn átti upptök sín um tíu kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda og fundu íbúar víða á Norðurlandi fyrir honum. Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni. Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni.
Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira