Dýrast að læra á Vesturlandi 4. nóvember 2006 08:30 „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira