Kaupin gagnrýnd 5. nóvember 2006 07:00 Kaup Íslandspósts á Samskiptum þykja umdeilanleg. MYND/Stefán Íslandspóstur, sem er að öllu leyti í ríkiseigu, á fyrst og fremst að einbeita sér að opinberu markmiði sínu en ekki að kaupa sig inn á samkeppnismarkað einkavæddra fyrirtækja í óskyldum rekstri. Þetta segir Gunnar Gylfason, framkvæmdastjóri ATH markaðs- og prentlausna, um kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum sem gengið var frá 30. október síðastliðinn. Starfsemi Samskipta er sambærileg við þjónustu ATH, það er alhliða prentþjónusta auk ýmissa verkefna tengdum stórsýningum, og því segir Gunnar ríkið stíga með kaupunum inn á markað þar sem einkafyrirtæki berjist um kúnna. „Það liggur alveg fyrir að Íslandspóstur fer með þessum kaupum inn á markað sem er alls óskyldur þeim sem Íslandspóstur starfar á. Á þeim forsendum finnst mér kaupin umdeilanleg. Starfsemi Samskipta liggur fyrir utan yfirlýst hlutverk Íslandspósts og þess vegna er ekki óeðlilegt að óska eftir skýrum svörum við því hvað fyrirtækið ætli sér með þessum kaupum.“ Ingimundur Sigur-pálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í nútímavæðingu fyrirtækisins. „Við teljum starfsemi Samskipta falla vel að hugmyndum okkar um nútímalega og skilvirka þjónustu fyrir neytendur. Prentþjónusta er þegar farin að færast nær okkar starfsviði, þegar horft er til þróunar erlendis, og það er okkar metnaður að fylgja þeirri þróun eftir hér á landi.“ Kaupverðið fæst ekki uppgefið á grundvelli samkomulags sem Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Heildarvelta Samskipta á síðasta ári nam 300 milljónum króna. Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Íslandspóstur, sem er að öllu leyti í ríkiseigu, á fyrst og fremst að einbeita sér að opinberu markmiði sínu en ekki að kaupa sig inn á samkeppnismarkað einkavæddra fyrirtækja í óskyldum rekstri. Þetta segir Gunnar Gylfason, framkvæmdastjóri ATH markaðs- og prentlausna, um kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum sem gengið var frá 30. október síðastliðinn. Starfsemi Samskipta er sambærileg við þjónustu ATH, það er alhliða prentþjónusta auk ýmissa verkefna tengdum stórsýningum, og því segir Gunnar ríkið stíga með kaupunum inn á markað þar sem einkafyrirtæki berjist um kúnna. „Það liggur alveg fyrir að Íslandspóstur fer með þessum kaupum inn á markað sem er alls óskyldur þeim sem Íslandspóstur starfar á. Á þeim forsendum finnst mér kaupin umdeilanleg. Starfsemi Samskipta liggur fyrir utan yfirlýst hlutverk Íslandspósts og þess vegna er ekki óeðlilegt að óska eftir skýrum svörum við því hvað fyrirtækið ætli sér með þessum kaupum.“ Ingimundur Sigur-pálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í nútímavæðingu fyrirtækisins. „Við teljum starfsemi Samskipta falla vel að hugmyndum okkar um nútímalega og skilvirka þjónustu fyrir neytendur. Prentþjónusta er þegar farin að færast nær okkar starfsviði, þegar horft er til þróunar erlendis, og það er okkar metnaður að fylgja þeirri þróun eftir hér á landi.“ Kaupverðið fæst ekki uppgefið á grundvelli samkomulags sem Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Heildarvelta Samskipta á síðasta ári nam 300 milljónum króna.
Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira