Ríkisstjórnin fordæmir árásir Ísraela 10. nóvember 2006 07:00 Þriggja ára stúlka borin til grafar á Gaza-svæðinu í gær Mörg þúsund Gaza-búar fylgdu til grafar þeim átján sem létust í árásinni. Þessar konur grétu sáran þegar líkin fóru hjá og kröfðust hefnda. Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. "Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann," segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman. Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palestínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudaginn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskaðann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er. Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir ætlar að fordæma árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara Gaza-svæðisins á fundi með sendiherra Ísraelsríkis, sem kemur til landsins í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, impraði á því í gær að það mætti taka til athugunar hvort Íslendingum væri stætt á því að halda stjórnmálasambandi við ríki sem fremji fjöldaaftökur á saklausu fólki. Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar, segir farsælast að Íslendingar vinni að því að byggja upp traust og samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. "Þessi árás var forkastanleg og því verður komið kröftuglega til skila við sendiherrann," segir Halldór. Varðandi hugsanleg slit stjórnmálasambands ríkjanna telur hann að lítill tilgangur sé fólginn í því að þjóðir heims hætti að tala saman. Hamas-samtökin hafa hótað að hefja árásir að nýju á borgara í Ísrael, eftir að 18 Palestínumenn létust í sprengjuárás á miðvikudaginn. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kennir tæknilegum mistökum um mannskaðann, en sagði í gær að Ísraelsmenn myndu halda áfram árásum sínum, þó að hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði fyrir almenning. Hann kvaðst viljugur til að funda og vinna að friði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hvenær og hvar sem er.
Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira