Aðstoð við sveitir landsins aukin 15. nóvember 2006 06:30 „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
„Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira