Undiralda breytinga 28. desember 2006 06:45 Finnur Sveinbjörnsson, Icebank Aukin umsvif Íslendinga erlendis á næsta ári munu byggjast á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu að mati Finns. Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira