Tiltekt í vændum hjá Real 2. mars 2006 19:25 Ummæli Martin þykja benda til þess að tekið verði til í herbúðum Real Madrid á næstunni AFP Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira