LeBron James loksins í úrslitakeppnina 30. mars 2006 05:43 LeBron James hafði góða ástæðu til að berja sér á brjóst í nótt eftir að hafa skorað 46 stig gegn Dallas og tryggt sér og liði sínu farseðilinn í úrslitakeppnina NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira