Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar 31. mars 2006 16:42 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent