Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa 26. apríl 2006 22:24 Ari Edwald, forstjóri 365. Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.Forstjóri 365 miðla, sem rekur meðal annars Vísi.is, og framkvæmdastjóri Skjás eins voru gestir Ingu Lindar Karlsdóttur og Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag."Þetta frumvarp er um 365, eða Dagsbrún ef þú vilt. Það er eiginlega ekki um neitt annað," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.Ari sagði aðeins tvö fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið og 365, yfir mörkunum þar sem takmarkanir á eignarhaldi verða virkar. "Og annað af þeim er tekið út úr í frumvarpinu og sett á sérstök undanþáguákvæði, þannig að þá stendur bara eftir eitt fyrirtæki.""Í mínum huga er það alveg ljóst að hvorugt þessara frumvarpa, sem eru samtvinnuð, stenst EES-samninginn og ég hef enga trú á því að þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (sem fjölmiðlafrumvarpið felur í sér) fái staðist," sagði Ari og bætti við. "Þannig að mér finnst þetta vera gríðarlegt ofbeldi og vitleysa að troða þessum frumvörpum fram með þessu offorsi sem nú er í gangi."Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, sagði að hann væri ekki sáttur við allt í frumvarpinu en undraðist hörð viðbrögð forstjóra 365 við því. "Ég skil ekki þetta moldviðri í raun. Það var vitað að hverju var gengið þegar var farið í að endursemja þetta frumvarp. Og eins þessi 25 prósenta regla, eða hugmynd að reglu. Hún er komin frá aðaleiganda þessa fyrirtækis, ekki satt? Það var Jón Ásgeir (Jóhannesson) sem stakk upp á þessu, að 25 prósent væri kannski hæfileg tala."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira