Dallas jafnaði gegn Phoenix 27. maí 2006 03:53 Dirk Nowitzki og Josh Howard skoruðu samanlagt 59 stig fyrir Dallas í nótt og halda nú til Arizona með það fyrir augum að bæta upp fyrir tap á heimavelli í fyrsta leiknum NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira