Eiður Smári í Kuwait 2. júní 2006 09:30 "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri, föður Eiðs Smára. Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira