EADS kærir dagblaðið Le Monde 29. júní 2006 14:03 Líkan af A380 risaþotu frá Airbus. Mynd/AFP EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira