Amfetamín í hvítvínsflöskum 12. júlí 2006 18:06 Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn. Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira