Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri 3. ágúst 2006 00:00 Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. - Dvergasteins, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.Áhugaverð viðfangsefni framundan"Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu á því og öllum þeim tækifærum sem nýju sveitarfélagi fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni," segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði.Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993.Ungt sveitarfélagSveitarfélagið Norðurþing varð til þann 10. júní síðastliðinn með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, þ.e. Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðar-hrepps og Raufarhafnarhrepps. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið. Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. - Dvergasteins, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.Áhugaverð viðfangsefni framundan"Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu á því og öllum þeim tækifærum sem nýju sveitarfélagi fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni," segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði.Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993.Ungt sveitarfélagSveitarfélagið Norðurþing varð til þann 10. júní síðastliðinn með sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, þ.e. Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðar-hrepps og Raufarhafnarhrepps.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira