Endurkoma Schwarzeneggers 29. október 2006 13:54 Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira