Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi 1. nóvember 2006 12:05 Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira