Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir 1. nóvember 2006 16:25 MYND/GVA Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Benti hún á að á hverjum degi ækju tveir sérsveitarmenn um borgina með vopnabúnað í bílnum. Spurði hún dómsmálaráðherra hvort til stæði að vopnbúa lögregluna frekar og benti hún á að ef lögreglan vopnbyggist myndu glæpamenn gera það líka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði því til að hér á landi hefði lengi verið sú stefna að lögreglumenn í almennum störfum bæru ekki vopn og að hann sæi ekki ástæðu til þess að breyta því. Hins vegar þyrfti áfram að leggja áherslu á uppbyggingu sérsveitarinnar eins og gert hefði verið undanfarin ár. Benti hann á að nú væru 45 sérsveitarmenn innan lögreglunnar, þar af 36 í Reykjavík. Þá lagði Björn áherslu á að tryggja þyrfti betur vernd lögreglumanna í starfi og að því væri unnið nú. Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Benti hún á að á hverjum degi ækju tveir sérsveitarmenn um borgina með vopnabúnað í bílnum. Spurði hún dómsmálaráðherra hvort til stæði að vopnbúa lögregluna frekar og benti hún á að ef lögreglan vopnbyggist myndu glæpamenn gera það líka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði því til að hér á landi hefði lengi verið sú stefna að lögreglumenn í almennum störfum bæru ekki vopn og að hann sæi ekki ástæðu til þess að breyta því. Hins vegar þyrfti áfram að leggja áherslu á uppbyggingu sérsveitarinnar eins og gert hefði verið undanfarin ár. Benti hann á að nú væru 45 sérsveitarmenn innan lögreglunnar, þar af 36 í Reykjavík. Þá lagði Björn áherslu á að tryggja þyrfti betur vernd lögreglumanna í starfi og að því væri unnið nú. Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira