Spennandi kosningar í dag 7. nóvember 2006 12:42 Bræðurnir George og Jeb Bush á hvatningarfundi repúblíkana í Flórída í gær Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira