Dallas og Utah með 8 sigra í röð 25. nóvember 2006 13:59 Dirk Nowitzki átti góðan leik fyrir Dallas í sigri á San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Dallas lagði San Antonio 95-92 þar sem Dirk Nowitzki fór mikinn fyrir Dallas og skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst. Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir San Antonio, sem hefur tapað aðeins þremur leikjum á tímabilinu og öll töpin hafa komið á heimavelli liðsins. Utah hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með því að leggja LA Lakers á heimavelli sínum 114-108. Carlos Boozer fór hamförum enn einn leikinn, skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst og Mehmet Okur skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Deron Williams fór mikinn í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 11 af 15 stigum sínum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Andrei Kirilenko sneri aftur eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla og varði fimm skot. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en aðeins 2 í fjórða leikhlutanum. Atlanta lagði Toronto 97-93. TJ Ford skoraði 25 stig fyrir Toronto og Joe Johnson var með 27 fyrir Atlanta. New York vann auðveldan sigur á Boston á útivelli 101-77. Steve Francis skoraði 22 stig fyrir New York en Wally Szczerbiak skoraði 16 fyrir Boston. Miami tapaði enn eina ferðina og nú fyrir grönnum sínum í Orlando á heimavelli 107-104. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Miami. Allen Iverson sneri aftur eftir erfiða ferð til tannlæknis og tók tannpínuna út á heillum horfnu liði Chicago Bulls þegar hann skoraði 46 stig og gaf 10 fyrir Philadelphia í 123-108 sigri liðsins. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago sem tapaði sjötta leiknum í röð. New Orleans tapaði óvænt sínum fyrsta heimaleik þegar liðið lá fyrir Minnesota 86-79. Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Chris Paul 18 fyrir New Orleans. Detroit vann fimmta leikinn í röð með sigri á Charlotte 104-95. Emeka Okafor skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte en Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit. Indiana lagði Cleveland 97-87 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland en Jermaine O´Neal skoraði 29 stig fyrir Indiana. Washington hefur enn ekki unnið leik á útivelli og í nótt tapaði liðið fyrir Memphis 95-80. Hakim Warrick skoraði 18 stig fyrir Memphis en Caron Butler skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington. Þess má geta að Gilbert Arenas skoraði aðeins 3 stig í leiknum og hitti úr 1 af 12 skotum sínum. Denver lagði Golden State í fjörugum leik 140-129. JR Smith skoraði 31 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 30 stig, en Andris Biedrins skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Golden State. Phoenix lagði New Jersey 99-93. Steve Nash skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix og Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, en Marcus Williams skoraði 26 stig fyrir New Jersey. Loks vann Sacramento sigur á Seattle á útivelli 109-100 þar sem Kevin Martin skoraði 35 stig fyrir Sacramento og Rashard Lewis 26 fyrir Seattle. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Dallas lagði San Antonio 95-92 þar sem Dirk Nowitzki fór mikinn fyrir Dallas og skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst. Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir San Antonio, sem hefur tapað aðeins þremur leikjum á tímabilinu og öll töpin hafa komið á heimavelli liðsins. Utah hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með því að leggja LA Lakers á heimavelli sínum 114-108. Carlos Boozer fór hamförum enn einn leikinn, skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst og Mehmet Okur skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Deron Williams fór mikinn í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 11 af 15 stigum sínum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Andrei Kirilenko sneri aftur eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla og varði fimm skot. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en aðeins 2 í fjórða leikhlutanum. Atlanta lagði Toronto 97-93. TJ Ford skoraði 25 stig fyrir Toronto og Joe Johnson var með 27 fyrir Atlanta. New York vann auðveldan sigur á Boston á útivelli 101-77. Steve Francis skoraði 22 stig fyrir New York en Wally Szczerbiak skoraði 16 fyrir Boston. Miami tapaði enn eina ferðina og nú fyrir grönnum sínum í Orlando á heimavelli 107-104. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Miami. Allen Iverson sneri aftur eftir erfiða ferð til tannlæknis og tók tannpínuna út á heillum horfnu liði Chicago Bulls þegar hann skoraði 46 stig og gaf 10 fyrir Philadelphia í 123-108 sigri liðsins. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago sem tapaði sjötta leiknum í röð. New Orleans tapaði óvænt sínum fyrsta heimaleik þegar liðið lá fyrir Minnesota 86-79. Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Chris Paul 18 fyrir New Orleans. Detroit vann fimmta leikinn í röð með sigri á Charlotte 104-95. Emeka Okafor skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte en Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit. Indiana lagði Cleveland 97-87 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland en Jermaine O´Neal skoraði 29 stig fyrir Indiana. Washington hefur enn ekki unnið leik á útivelli og í nótt tapaði liðið fyrir Memphis 95-80. Hakim Warrick skoraði 18 stig fyrir Memphis en Caron Butler skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington. Þess má geta að Gilbert Arenas skoraði aðeins 3 stig í leiknum og hitti úr 1 af 12 skotum sínum. Denver lagði Golden State í fjörugum leik 140-129. JR Smith skoraði 31 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 30 stig, en Andris Biedrins skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Golden State. Phoenix lagði New Jersey 99-93. Steve Nash skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix og Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, en Marcus Williams skoraði 26 stig fyrir New Jersey. Loks vann Sacramento sigur á Seattle á útivelli 109-100 þar sem Kevin Martin skoraði 35 stig fyrir Sacramento og Rashard Lewis 26 fyrir Seattle.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira