Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins 7. desember 2006 14:57 Olíu- og gaslindir í Barentshafi MYND/ russiablog.org Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu sem hann hélt í Aþenu í dag. Björn gagnrýndi um leið brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í þessu samhengi. Í ræðunni ræddi Björn þróun orkuvinnslu á Norðurslóðum og auknar siglingar risaskipa með gas og olíu yfir Norður-Atlantshaf, og sagði að Íslendingar hefðu brugðist við þessari þróun með því að efla landhelgisgæslu sína. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt nýlega um mikilvægi þess fyrir Bandaríkin að tryggja orkuöryggi sitt sem best, þar á meðal á flutningaleiðum olíu. Björn lýsti því, hvernig rússneska fyrirtækið Gazprom hefði svo til fyrirvaralaust breytt um stefnu við gasvinnslu á Stokkman-svæðinu í Barentshafi. Lokað á samstarf við erlend fyrirtæki og ákveðið að flytja gasið í leiðslu til Evrópu í stað þess að setja það um borð í skip til Bandaríkjanna. Sérfróðir menn teldu þetta til marks um, að Rússar hikuðu ekki við að beita orkulindum sínum til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Björn flutti ræðuna á 52. ársfundi Atlantic Treaty Association (ATA), sem haldinn er í Aþenu. ATA eru samtök félaga á borð við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg og eru á þriðja hundrað fulltrúa frá tæplega 50 löndum á fundinum í Aþenu. Ríkisstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu sem hann hélt í Aþenu í dag. Björn gagnrýndi um leið brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í þessu samhengi. Í ræðunni ræddi Björn þróun orkuvinnslu á Norðurslóðum og auknar siglingar risaskipa með gas og olíu yfir Norður-Atlantshaf, og sagði að Íslendingar hefðu brugðist við þessari þróun með því að efla landhelgisgæslu sína. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði sagt nýlega um mikilvægi þess fyrir Bandaríkin að tryggja orkuöryggi sitt sem best, þar á meðal á flutningaleiðum olíu. Björn lýsti því, hvernig rússneska fyrirtækið Gazprom hefði svo til fyrirvaralaust breytt um stefnu við gasvinnslu á Stokkman-svæðinu í Barentshafi. Lokað á samstarf við erlend fyrirtæki og ákveðið að flytja gasið í leiðslu til Evrópu í stað þess að setja það um borð í skip til Bandaríkjanna. Sérfróðir menn teldu þetta til marks um, að Rússar hikuðu ekki við að beita orkulindum sínum til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Björn flutti ræðuna á 52. ársfundi Atlantic Treaty Association (ATA), sem haldinn er í Aþenu. ATA eru samtök félaga á borð við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg og eru á þriðja hundrað fulltrúa frá tæplega 50 löndum á fundinum í Aþenu.
Ríkisstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira