Búast við tapi hjá AMR 27. desember 2006 17:42 Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur. Tapið getur numið allt að 40 sentum á hlut sem er talsvert verri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir en sú spá gerði ráð fyrir allt að 50 senta hagnaði á hlut á tímabilinu, að sögn viðskiptaritsins Business Week. Greiningaraðilar spá því hins vegar að AMR muni skila hagnaði á rekstrarárinu öllu. Gert er ráð fyrir 96 senta hagnaði á hlut sem er nokkru minna en gert hafði verið ráð fyrir áður. Meðalspá greiningaraðila á Wall Street hljóðaði upp á 1,77 dala hagnað áður en uppfærð afkomuspá var gefin út. Helsta ástæðan fyrir þessum viðsnúningi í spá greinendanna er hækkun á rekstrarkostnaði, eldsneytiskostnaði og kostnaði við hvern farþega auk þess sem álögur hafa aukist vegna tafa á flugi. Þá munu tekjur flugfélagsins ekki hafa aukist í takt við spár manna á Wall Street í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í AMR hefur hækkað um 62 sent á hlut eða um 2 prósent í dag og stendur í 30.87 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur. Tapið getur numið allt að 40 sentum á hlut sem er talsvert verri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir en sú spá gerði ráð fyrir allt að 50 senta hagnaði á hlut á tímabilinu, að sögn viðskiptaritsins Business Week. Greiningaraðilar spá því hins vegar að AMR muni skila hagnaði á rekstrarárinu öllu. Gert er ráð fyrir 96 senta hagnaði á hlut sem er nokkru minna en gert hafði verið ráð fyrir áður. Meðalspá greiningaraðila á Wall Street hljóðaði upp á 1,77 dala hagnað áður en uppfærð afkomuspá var gefin út. Helsta ástæðan fyrir þessum viðsnúningi í spá greinendanna er hækkun á rekstrarkostnaði, eldsneytiskostnaði og kostnaði við hvern farþega auk þess sem álögur hafa aukist vegna tafa á flugi. Þá munu tekjur flugfélagsins ekki hafa aukist í takt við spár manna á Wall Street í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í AMR hefur hækkað um 62 sent á hlut eða um 2 prósent í dag og stendur í 30.87 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira